spot_img
HomeFréttirÚrskurður í máli Ragnars Nathanaelssonar

Úrskurður í máli Ragnars Nathanaelssonar

Leikmaður Hamars Ragnar Nathanaelsson fékk áminningu frá aga- og úrskurðarnefnd vegna ummæla sem hann lét falla ob birtust á Stöð 2 Sport eftir leik Hamars og Keflavíkur þann 5. janúar síðastliðinn.

Úrskurðinn ásamt ummælum sem um ræðir er hægt að lesa hér fyrir neðan, en í upptökunni á hann í samskiptum við leikmann Keflavíkur Halldór Garðar Hermannsson.

Ragnar Nathanaelsson (kærði): Ertu vestaður

Halldór Garðar Hermannsson (HGH)Ha

Kærði : Ertu vestaður

HGH: Já 

Kærði: Ertu í upptöku? 

HGH: Já 

Kærði: Þannig að það heyrist ef ég kalla aumingjana, nei dómarana þvílíka aumingja? Fokking heyrist 

HGH: Heyrðu 

Kærði: Ertu að grínast? Ertu búinn að telja villurnar? 

Kærði: Ég er að vonast til að þetta komi í þáttinn 

HGH: Raggi það fer þér ekki að vera reiður 

Kærði: Ertu að grínast Halldór?

Agamál 26/2023-2024

Með vísan til ákvæðis n-liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ragnar Nathanaelsson, hljóta áminningu vegna ummæla er birtust á upptöku í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport 5. janúar sl.  Körfuknattleiksdeild Hamars skal greiða sekt að fjárhæð kr. 20.000 vegna sömu ummæla.

úrskurð má lesa í heild sinni hér

Fréttir
- Auglýsing -