spot_img
HomeFréttirÚrskurður aganefndar: Keflvíkingar áminntir

Úrskurður aganefndar: Keflvíkingar áminntir

15:34
{mosimage}

Aganefnd kom saman í síðustu viku og tók fyrir þrjú mál. Keflavík fékk áminningu vegna hegðunar stuðningsmanna að loknum leik Keflavíkur og Grindavíkur í Iceland Express-deild karla 20. febrúar síðastliðinn og hegðun starfsmanns á ritaraborði í umræddum leik.

Helgi Guðbjartsson, Reyni Sandgerði, fékk einn leik í bann vegna brottreksturs í leik gegn Brokey í 2. deild karla.

Sveinn Hans Gíslason, aðstoðarþjálfari Reynis, fékk einnig leik í bann vegna brottreksturs í leik gegn Brokey í 2. deild karla.

Bönnin tóku gildi á hádegi í dag.

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -