spot_img
HomeFréttirÚrræðagóðir Þórsarar sáu við Keflavík

Úrræðagóðir Þórsarar sáu við Keflavík

 

Þór sigraði Keflavík í Þorlákshöfn fyrr í kvöld, 74-71, í 2. umferð Dominos deildar karla. Í fyrstu umferð vann Keflavík leik sinn á móti Njarðvík á meðan að Þór tapaði sínum í Grindavík. Liðin því bæði með einn sigur og eitt tap í mótinu.

 

 

 

Nýting

Þór leiddu í hálfleik með 40 stigum gegn 30. Mikið til var það vegna sterks varnarleiks þeirra, en margar sóknir Keflavíkur litu hálf vandræðalega út í hálfleiknum. Nýting þeirra fyrir utan var einnig mun betri 7/18 á meðan Keflavík voru aðeins 2/13.

 

Álag

Ljóst var frá fyrstu mínútu leiksins að það myndi mæða mikið á erlendum leikmanni Þórs, Tobin Carberry, en hann spilaði heilar 36 mínútur í leiknum. Kappinn stóð þó undir álaginu, var duglegur að opna leikinn upp fyrir samherja sína og skapa fyrir þá galopin skot.

 

Svæðið

Þór átti fá svör við svæðisvörn Keflavíkur í seinni hálfleik. Keflavík gerði atlögu að forskoti heimamanna og var svo í byrjun fjórða leikhlutans komið með forystuna í fyrsta skipti síðan á fyrstu sekúndum leiksins. Þór  fundu þó einhver svör í framhaldinu og fóru að setja stig aftur á töfluna.

 

Kjarni

Þrátt fyrir að lokatölurnar bendi til þess að um jafnan leik hafi verið að ræða, var Þór betri aðilinn í leik kvöldsins heilt yfir. Eftir þá tvo stuttu kafla sem Keflavík gerðu sig líklega til þess að ætla að vinna leikinn, svöruðu leikmenn Þórs þeim af einstakri prýði, en það var fyrst við lok 1. leikhlutans og í annað skiptið í byrjun þess4.

 

Hetjan

Áðurnefndur Tobin Carberry var potturinn og pannan í sóknarleik sinna manna í kvöld, skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á rúmum 36 mínútum spiluðum.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -