spot_img
HomeFréttirUrald King til Tindastóls

Urald King til Tindastóls

Urald King mun leika með Tindastól á komandi leiktíð í Dominos deild karla, hann kemur frá Val þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Þetta staðfestir Stefán Jónsson formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls í samtali við Karfan.is

 

King er ætlað að fylla skarð Anthonio Hester sem mun ekki snúa aftur á Sauðárkrók eftir nærri tveggja ára veru þar. Urald King lék með Val í 1. deild karla tímabilið 2016-2017 og kom liðinu upp í Dominos deildina. Þar átti hann frábært tímabil og var með 22,9 stig og 15 fráköst að meðaltali í leik. Auk þess er King frábær varnarmaður og er því mikill liðsstyrkur fyrir lið Tindastóls. 

 

Tindastóll varð bikarmeistari á nýliðnu tímabili en það var fyrsti titill félagsins. Það er ljóst að liðið ætlar sér að bæta enn í fyrir næsta tímabil en Danero Thomas samdi einnig við liðið á dögunum. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -