spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaUrald King í Stjörnuna

Urald King í Stjörnuna

Topplið Stjörnunnar hefur samið við bandaríska framherjann Urald King um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Staðfesti leikmaðurinn þetta við Körfuna fyrr í dag.

Íslenskir körfuknattleiksunnendur ættu að þekkja vel til King, en bæði lék hann með Val í fyrstu deildinni 2016-17 og svo seinna með þeim í Dominos deildinni 2017-18. Þá var hann fyrri hluta tímabils 2018-19 með liði Tindastóls, þurfti þá frá að hverfa vegna persónulegra ástæðna, en lék svo aftur með því í janúar og febrúar á þessu ári áður en hann svo fór svo aftur frá þeim. Á þessu ári hefur hann svo leikið með Boulogne-sur-Mer í Frakklandi

Í 12 leikjum með Stólunum á síðasta tímabili skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Ljóst er að um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir Garðabæjarfélagið, sem mun ekki aðeins bæta King við, heldur einnig landsliðsmanninum Gunnari Ólafssyni þegar að leikmannaglugginn opnar á nýjan leik í janúar.

Stjarnan er sem stendur á toppi deildarinnar eftir 11 umferðir með 9 sigurleiki og 2 töp, einum sigurleik fyrir ofan Keflavík og Tindastól sem eru í 2.-3. sæti deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -