Breiðablik hefur samið við Ismael Herrero Gonzalez um að þjálfa yngri flokka hjá félaginu og starfa sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á næstu leiktíð.
Ismael er spænskur að uppruna og kemur í Smárann úr Keflavík, þar sem hann var leikmaður í Bónus deildinni á síðustu leiktíð, en áður hafði hann einnig leikið fyrir Sindra í fyrstu deildinni. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur hann þó einhverja reynslu úr þjálfun þar sem hann hefur meðal annars séð um leikgreiningar fyrir danska kvennalandsliðið og efstu deildar lið Kolossos frá Grikklandi.