spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÚr leik í undanúrslitum FIBA Europe Cup

Úr leik í undanúrslitum FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao eru úr leik í FIBA Europe Cup eftir tap í undanúrslitum fyrir Chemitz Niners. Um var að ræða leik heima og heiman, Bilbao töpuðu fyrri leiknum á Spáni, en unnu í kvöld. Töpuðu að lokum einvíginu í heild með 16 stigum, 171-155.

Tryggvi Snær var framlagshæsti leikmaður Bilbao í leiknum í kvöld. Á 28 mínútum spiluðum skilaði hann 10 stigum, 7 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Bilbao eru því úr leik í keppninni þetta árið, en Chemnitz Niners munu mæta Bahcesehir í úrslitum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -