spot_img
HomeFréttirÚr Kópavoginum í Keflavík

Úr Kópavoginum í Keflavík

Keflavík hefur samið við Sigurð Pétursson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Sigurður er að upplagi úr Haukum, en lék síðustu ár með Breiðablik. Á síðasta tímabili skilaði hann 9 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á að meðaltali rúmum 24 mînútum spiluðum í leik. Þá hefur Sigurður einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðast með undir 20 ára liðinu sem vann sig upp í A deild sumarið 2022.

Hjá Keflavík hittir Sigurður fyrir föður sinn og fyrrum þjálfara Breiðabliks Pétur Ingvarsson, sem fyrr í sumar samdi við Keflavík um að þjálfa liðið á komandi leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -