spot_img
HomeFréttirÚr Keflavík í Val

Úr Keflavík í Val

Valur hefur samið við búlgörsku landsliðskonuna og leikstjórnandann Karinu Konstantinovu um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Karinu þarf ekki að kynna fyrir íslenskum körfuboltaunnendum en hún lék með Keflavík á síðustu leiktíð og var með 12 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik er liðið vann deildarmeistaratitilinn. Þær þurftu þó að lúta í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Fréttir
- Auglýsing -