spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚr Haukum til nýliðana

Úr Haukum til nýliðana

Tómas Orri Hjálmarsson hefur samið við nýliða ÍR fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Tómas er 21 árs gamall og að upplagi úr Sindra, en hann kemur til ÍR frá Haukum þar sem hann lék á síðasta tímabili ásamt því að vera með Sindra á venslasamning. Með Sindra skilaði Tómas 13 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni, en hann skaut 46% fyrir utan þriggja stiga línuna.

Ísak Máni Wíum þjálfari ÍR var kátur með nýja leikmanninn eftir að samningar voru í höfn:„Ég er mjög ánægður með að Tómas hafi skrifað undir og hlakka til að sjá hann í alvöru hlutverki í Subway deildinni. Leikstíll hans smellur vel í okkar hugmyndafræði og ég er sannfærður um að hann mun ná að stimpla sig vel inn í liðið.“

Fréttir
- Auglýsing -