Fyrrum leikmaður Íslandsmeistara Hauka Lore Devos mun leika fyrir Hitachi High Tech Cougars í næst efstu deild í Japan á komandi tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlinum X.
Lore er belgísk að uppruna, en hefur leikið á Íslandi síðustu ár, fyrst með Þór Akureyri, en á síðasta tímabili með Haukum. Hefur hún verið einn albesti leikmaður deildarinnar á þessum tíma og var hún algjör lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitil Hauka á síðustu leiktíð.



