spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÚr háskólaboltanum í Hafnarfjörð

Úr háskólaboltanum í Hafnarfjörð

Hilmir Hallgrímsson hefur samið við Hauka fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Hilmir er 197 cm bakvörður sem að upplagi er úr Vestra á Ísafirði. Með þeim skilaði hann 10 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í Subway deildinni tímabilið 2021-22, en tímabilið á undan hafði hann verið hjá Stjörnunni. Hilmir kemur til Hauka eftir tvö ár hjá Colorado State University Pueblo í Háskólaboltanum. Þá hefur Hilmir verið reglulega valinn í yngri landslið Íslands.

Maté Dalmay þjálfari Hauka er ánægður með að fengið Hilmi til liðs við Hauka og hafði þetta að segja: “Hilmir er frábær viðbót við bakvarðarsveitina sem við erum að pússla saman fyrir komandi tímabil. Hann er frábær skotmaður og smellpassar í boltann sem Haukar ætla að spila. Þá er verðmætt fyrir okkur að fá leikmann með reynslu bæði úr efstu deild hér heima og háskólaboltanum.”

Hilmir er spenntur fyrir komandi tímabili með Haukum og sagði: “Ég er virkilega spenntur að taka skrefið aftur heim með Haukunum og hef fulla trú á því að við getum sett saman lið sem getur keppt við þau bestu og á sama tíma spilað skemmtilegan bolta.”

Fréttir
- Auglýsing -