Fjölnir hefur samið við Leilani Kapinus fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.
Leilani er bandarískur bakvörður/framherji sem kemur til Fjölnis beint úr háskólaboltanum. Halldór Karl þjálfari hafði þetta að segja um nýja leikmanninn ,,Við erum mjög spennt fyrir að bæta Leilani í hópinn og er hún seinasta púslið fyrir komandi tímabil. Leilani er þekkt fyrir að vera mikill íþróttamaður og frábær varnamaður en hún hefur tvisvar verið valin varnamaður ársins í big ten deildinni.“
Skilaboð frá Leilani fylgdu með fréttatilkynningu félagsins ,,Hi everyone, I’m so excited to be joining the team this upcoming season!! I can’t wait to get to work, meet everyone and win lots and lots of games.”



