spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÚr Grindavík í Skagafjörðinn

Úr Grindavík í Skagafjörðinn

Dedrick Basile hefur samið við Tindastól fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Dedrick er bandarískur bakvörður sem kom fyrst til Íslands fyrir fimm tímabilum til þess að leika fyrir Þór Akureyri, en ásamt þeim hefur hann einnig leikið fyrir Njarðvík og síðast Grindavík í Subway deildinni. “Ég er mjög glaður að ganga til liðs við Tindastól, ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram! Þetta eru bestu stuðningsmenn landsins og gefa svo mikla orku sem nýtist liðinu svo ég er mjög spenntur að fá tækifæri til að klæðast Tindastólstreyjunni og hefja þetta ferðalag” segir Basile.

Dagur Þór formaður Tindastóls segist mjög stoltur að fá Basile til liðs við félagið, “Tindastóll hefur mikinn metnað til þess að vera í allra fremstu röð, við setjum stefnuna hátt og ætlum okkur að sjálfsögðu að gera tilkall til allra titla sem í boði eru. Það er mikið fagnaðarefni að fá Dedrick norður og hann mun án efa nýtast liðinu vel”

Fréttir
- Auglýsing -