spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚr Breiðholtinu í Blómabæinn

Úr Breiðholtinu í Blómabæinn

Hamar hefur samið við Lúkas Aron Stefánsson til næstu tveggja ára. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Lúkas er uppalin Hamarsmaður og kemur upp úr yngriflokkum Hamars, undanfarin þrjú ár hefur hann þó spilað fyrir ÍR. Þar var hann hluti af liðinu sem vann sér sæti í Subway deildinni á næstu leiktíð, en Hamar féll úr deildinni og leikur í þeirri fyrstu á næstu leiktíð. Þá hefur Lúkas einnig verið hluti af yngi landliðum Íslands á síðustu árum, en sem stendur er hann með undir 18 ára landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Södertalje í Svíþjóð.

Fréttir
- Auglýsing -