Leikmaður Grindavíkur Alexander Veigar Þorvaldsson lék í dag á heimsmeistaramóti ungmenna pílu gegn ríkjandi heimsmeistara Luke Littler.
Leikur þeirra var nokkuð spennandi, en að lokum þurfti Alexander þó að sætta sig við ósigur gegn heimsmeistaranum, 5-2. Alexander og Luke voru ásamt Jeffrey Keen og Matthias Moors voru saman í riðil í 32 liða úrslitum keppninnar.
Líkt og tekið er fram er Alexander 21 árs og að upplagi úr Grindavík, en eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika fyrir meistaraflokk þeirra árið 2021. Á yfirstandandi tímabili hefur hann tekið þátt í einum leik með liðinu, öruggum sigri þeirra gegn Njarðvík á dögunum.
Alexander hefur síðustu misseri verið að láta að sér kveða í píluleiknum, en samkvæmt Darts World hefur hann þrátt fyrir ungan aldur unnið 23 mót og verið einn af 30 bestu á Norðurlöndum og í Eystrasalti.



