spot_img
HomeFréttirUpphitunarþáttur ST2 Sport í opinni dagskrá í kvöld

Upphitunarþáttur ST2 Sport í opinni dagskrá í kvöld

Í kvöld verður upphitunarþáttur þeirra Stöð 2 Sport manna og hefst hann á slaginu kl 22:00 í opinni dagskrá.  Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi þáttarins sagðist í samtali vera nokkuð spenntur fyrir kvöldinu. "Kiddi og Jonni (Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson) verða í settinu í kvöld og þeir Hemmi og Fannar (Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson) munu fara yfir bestu leikmenn liðana. Þannig að það verður strax fjör í kvöld hjá okkur." sagði Kjartan í snörpu viðtali við Karfan.is en hann stendur í ströngu að undirbúa þáttinn ásamt meistara Garðari Erni Arnarsyni. 

Fréttir
- Auglýsing -