spot_img
HomeFréttirUppgjör helgarinnar á Selfossi

Uppgjör helgarinnar á Selfossi

14:12
{mosimage}

(Erlingur Hannesson afhendir Andra Þór Skúlasyni bikarinn eftir sigur Keflavíkur á Njarðvík í 9. flokki karla. Andri var líka besti maður leiksins í liði Keflavíkur) 

Bikarhelgi yngri flokka fór fram á Selfossi í íþróttahúsinu Iðu um síðustu helgi og sáu FSu um mótahaldið. Fjölmargir skemmtilegir leikir fóru fram og ófáir þeirra réðust ekki fyrr en í blálokin svo körfuknattleiksunnendur voru ekki sviknir af efnilegasta körfuboltafólki landsins. Heimamenn stóðu vel að mótinu og eiga hrós skilið fyrir sem og KR-ingar sem sýndu í beinni netútsendingu frá öllum bikarleikjum sinna manna.   

Hér að neðan gefur að líta samantekt úr öllum leikjum helgarinnar. Úrslit og þeir sem útnefndir voru bestu menn leikjanna en einn leikmaður úr hverju liði var tilnefndur. 

Úrslit helgarinnar: 

Laugardagur 1. mars 

9. flokkur kvenna
Hrunamenn 29-77 Keflavík
Ólöf Ósk Birgisdóttir var valin besti maður leiksins í liði Hrunamanna með 12 stig og 16 fráköst en í liði Keflavíkur var Telma Lind Ásgeirsdóttir valin besti maður leiksins með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.  

10. flokkur karla
Njarðvík 55-51 Hamar/Þór Þorlákshöfn
Styrmir Fjeldsted var svakalegur í teignum fyrir Njarðvík á báðum endum vallarins. Pilturinn reif niður 19 fráköst og gerði 10 stig og gaf grænum oftsinnis annan möguleika á því að skora. Oddur Ólafsson var valinn maður leiksins úr liði HÞ með 15 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.   

Stúlknaflokkur
Haukar 90-79 Grindavík
Guðbjörg Sverrisdóttir fór hamförum í Haukaliðinu og gerði 39 stig, tók 21 frákast og stal 6 boltum. Þessi 39 stig eru jöfnun hjá Guðbjörgu á persónulegu stigameti sínu sem hún setti á Flúðum í fyrra í fjölliðamóti í með Haukum í 9. flokki. Íris Sverrisdóttir var valin besti leikmaðurinn í Grindavíkurliðnu með þrennu, 19 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar.  

Drengjaflokkur
KR 85-83 Breiðablik
Rúnar Ingi Erlingsson var maður leiksins í liði Blika með 15 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar en Snorri Páll Sigurðsson gerði 13 stig fyrir KR og gaf 11 stoðsendingar. 

Sunnudagur 2. mars 

9. flokkur karla
Keflavík 59-55 Njarðvík
Elvar M. Friðriksson var valinn besti leikmaðurinn úr röðum Njarðvíkinga með 7 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta en Elvar er leikmaður í 8. flokki hjá Njarðvík og var því í dag að leika einn árgang uppfyrir sig. Andri Þór Skúlason í liði Keflavíkur átti teiginn í leiknum með 23 stig, 14 fráköst og 3 varin skot. Töluverð orka fór í það hjá Njarðvíkingum að hafa góðar gætur á Andra sem var valinn besti maður Keflavíkur í leiknum.   

10. flokkur kvenna
Keflavík B 46-63 Haukar
Guðbjörg Sverrisdóttir var atkvæðamikil í liði Hauka að vanda en hún setti niður 22 stig, tók 19 fráköst, varði 3 skot og gaf 3 stoðsendingar og var fyrir vikið valinn besti maður leiksins úr röðum Hauka. María Jónsdóttir var valin besti leikmaðurinn úr röðum Keflavíkur en hún gerði 18 stig, tók 10 fráköst, varði 7 fráköst, var með 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar.   

11. flokkur karla
Breiðablik 53-109 Fjölnir
Arnþór Freyr Guðmundsson var valinn maður leiksins í röðum Fjölnis en hann gerði 37 stig í leiknum, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í öflugu Fjölnisliðinu. Hjá Blikum var Arnar Pétursson valinn besti maður leiksins með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.   

Unglingaflokkur kvenna
KR 82-71 Grindavík
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var valin maður leiksins úr röðum KR með 13 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar en Guðrún Gróa fékk það erfiða hlutverk að hafa gætur á helstu sóknarmönnum Grindavíkur og stóð sig þar með mikilli prýði. Hjá Grindavík var Alma Rut Garðarsdóttir valin besti maður leiksins með 19 stig, 7 fráköst, 6 stolna bolta, 5 stoðsendingar og 3 varin skot.   

Unglingaflokkur karla
FSu 92-75 KR
Darri Hilmarsson besti leikmaður KR með 26 stig, 10 fráköst, 4 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Hjá FSu var Vésteinn Sveinsson besti maður leiksins með 23 stig, 7 stoðsendingar en hann setti niður 6 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 

Óskar Ófeigur Jónsson sá um tölfræðivinnslu bikarhelgarinnar og stóð sig að vanda með stakri prýði en tölfræði frá öllum bikarúrslitaleikjum mátti sjá nánast um leið og úrslit urðu kunn. Hægt er að kynna sér nánar alla tölfræði frá bikarleikjum helgarinnar í leikvarpinu hjá www.kki.is  

Við hjá Karfan.is þökkum kærlega fyrir okkur um helgina og hlýjar móttökur og velvilja í okkar garð en starfsmenn FSu og KKÍ kepptust við að gera aðbúnað okkar sem bestan á meðan móti stóð.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -