spot_img
HomeFréttirUppgjör á æfingabúðum Ágústar Björgvinssonar

Uppgjör á æfingabúðum Ágústar Björgvinssonar

17:34

{mosimage}

Hinum árlegu æfingabúðum Ágústs Björgvinssonar lauk á föstudagskvöldið. Eftir frábæra viku og fjölmennustu æfingabúðir sem haldnar hafa verið hér á landi. Búðunum lauk með úrslitadegi eins og síðasti dagur er kallaður þar sem krakkarnir kepptu til verðlauna í 1 á 1 keppni, skotkeppni og síðan úrslita leikir í NBA mótinu þar sem búðunum var skipt upp í 4 deildir WNBA East & West og NBA East & West. Meistarar voru krýndir í hverri deild.

Mikil verðlaunaafhending var í lok búðanna og stuttur fyrirlestur frá Ágústi

Ágúst Björgvinsson gaf krökkunum nokkur heilræði og þau eru

12 mikilvæg atriðið til að ná árangri:

Náðu augnsambandi við fólk
Einbeiting er mikilvægur hæfileiki
Hæfileiki til að hlusta, læra og taka gagnrýni
Virða sjálfan sig og aðra
Vera sjálfsöruggur en ekki sjálfumglaður
Þú ert mikilvægasta persónan í þínu lífi
Einbeittu þér að því að vera besta mögulega persóna og leikmaður sem þú hugsanlega getur verið
Tilbúin að fórna þér
Vera hungraður
Ekki hræðast mistök
Hafa vilja og þor til að segja: ”Mér að kenna”, og fyrirgefa
Vertu alltaf herramaður/dama
Mundu að segja TAKK

Skotkeppni
Hot shot meistara í hverjum hóp
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, UMFN 30 stig
Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik 34 stig
Eyrún Líf Sigurðardóttir UMFN, 32 stig
Emelía Ósk Grétarsdóttir, Keflavík 36 stig eftir bráðabana
Guðbjörg Skúladóttir, Fjölni 45 stig
Kristján Leifur Sverrirsson, Haukum 41, stig eftir bráðabana
Birkir Már Harðarson, Ármann 45 stig
Daníel Capaul, ÍR 43 stig
Hjalti Valur Þorsteinsson, Hamri 49 stig, hæsta skorið
Konráð Atli Helgason, Breiðablik 42 stig

1 á 1 meistarar
Hóp 1; Juliana Bartoletti, USA
Hóp 2; Árnína Lena Rúnarsdóttir, Keflavík
Hóp 3; Aníta Eva Viðarsdóttir, Keflavík
Hóp 4; Telma Hrund Tryggvadóttir, Keflavík
Hóp 5; Sara Diljá Sigurðardótt, Fjölni
Hóp 6; Oddur Ólafsson, Hamar
Hóp 7; Sæmundur Valdimarsson, FSu
Hóp 8; Dagur Sturluson, UMFN
Hóp 9; Torfi Ólafsson, KR
Hóp 10; Kristján Leifur Sverrirsson, Haukum þrefaldur bráðabani

WNBA & NBA Meistarar
NBA West Jazz
NBA East Celtics
WNBA West Sparks
WNBA East Mystis

Verðlaun valin af þjálfurum búðanna
Óeigingjarnasti leikmaður Snæþór ÍR
Miss station (Duglegasta stelpan á æfingum) Aníta Kristmundsdóttir Carter UMFN
MR Station (Duglegasti strákurinn á æfingum) Jón Unnar Guðmundsson, ÍA
WNBA MVP (Besta stelpan í búðunum) Árný Sif Gestsdóttir, Keflavík
NBA MVP Oddur Ólafsson, Hamri

Alls störfuðu 22 þjálfara í búðunum og unglingalandsþjálfararnir litu við.

Þjálfarar sem aðstoðu Ágúst  voru:
Brynhildur Jónsdóttir, yngriflokkaþjálfari KR
Brynjar Björnsson, A-landsliðsleikmaður frá KR
David Gallagher USA
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðaþjálfari A-liðs kv & mfl.ka og yngriflokka þjálfari KR
Finnur Atli Magnússon Catawba collage USA
Guðmundur Daði Kristjánsson, snerpu & styrktar þjálfari A-liðs kvenna
Helena Sverrirsdóttir, A-landsliðs kona & leikmaður með TCU háskólanum
Helgi Magnússon, A-landsliðsmaður frá KR
Lárus Jónsson, fyrrum A-landsliðsmaður og þjálfari í Akademíunni í Reykjanesbæ
Margrét Kara Sturludóttir, A-landsliðskona & leikmaður með mfl.kv Keflvaíkur
María Ben Erlingsdóttir, A-landsliðskona & leikmaður með UTPA háskólanum
Marvin Valdimarsson, leikmaður með mfl.ka Hamri
Milijan Max Gvozdenovic, Serbíu
Oddur Benediktson, yngriflokkaþjálfari Hamars
Pálína Gunnlaugsdóttir, A-landsliðskona & leikmaður með mfl.kv Keflavíkur
Rob Hodgson þjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá Val og þjálfari 16 ára landsliðs stúlkna
Sævaldur Bjarnason, yfirþjálfari og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vals 2005-2008
Steingrímur Gauti Ingólfsson, fyrirliði meistaraflokks Vals og yngriflokkaþjálfari
Sveinbjörn Claessen A-landsliðsmaður frá ÍR

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -