spot_img
HomeFréttirUppgjör 12. umferðar í IE karla

Uppgjör 12. umferðar í IE karla

 
Tólf umferðum er nú lokið í Iceland Express deild karla og það dró nokkuð til tíðinda þar sem Páll Axel Vilbergsson fór mikinn gegn Tindastól er hann sallaði 54 stigum yfir Stólana. Þar með jafnaði Páll 22 ára gamalt stigamet Vals Ingimundarsonar í úrvalsdeild en það er Þórir Magnússon sem á metið því áður en úrvalsdeildin var sett á laggirnar gerði Þórir 57 stig fyrir KFR gegn ÍS árið 1967. Þetta eru stigamet íslensku leikmannanna en John Johnson á metið því árið 1979 setti kappinn niður 71 stig og vafalítið einhver bið á því að það met verði slegið.
Staðan hélst óbreytt á toppnum eftir umferðina. Stjarnan, Njarðvík og KR hafa öll 20 stig í toppsætunum en Stjarnan hefur betur innbyrðis gegn Njarðvík og KR.
 
Úrslit umferðarinnar:
 
Grindavík 124:85 Tindastóll
Hamar 86:98 Snæfell
Breiðablik 75:83 Keflavík
KR 110:87 FSu
Njarðvík 113:93 ÍR
Fjölnir 80:100 Stjarnan
 
Stigahæstu menn umferðarinnar:
 
Páll Axel Vilbergsson – Grindavík – 54 stig
Andre Dabney – Hamar – 38 stig
Tommy Johnson – KR – 30 stig
Jovan Zdravevski – Stjarnan – 30 stig
Sean Burton – Snæfell – 28 stig
Richard Williams og Christopher Caird – FSu – 28 stig
Draelon Burns – Keflavík – 27 stig
Christopher Smith – Fjölnir – 25 stig
Svavar Atli Birgisson – Tindastóll – 20 stig
Kristján Rúnar Sigurðsson og Guðmundur Jónsson – UMFN – 19 stig
Nemanja Sovic – ÍR – 19 stig
Jonathan Schmidt – Breiðablik – 17 stig
 
Eftir umferðina standa leikar svona í helstu tölfræðiþáttum
 
Justin Shouse 27,3 stig að meðaltali í leik
Sean Burton 7,4 stoðsendingar að meðaltali í leik
Hlynur Bæringsson 15,1 frákast að meðaltali í leik
Semaj Inge 3,5 stolnir boltar að meðaltali í leik
Christopher Caird 4,7 tapaðir boltar að meðaltali í leik
Hlynur Bæringsson 34,8 framlagsstig að meðaltali í leik
Sean Burton 89,3% vítanýting í leik
Hlynur Bæringsson 71,6% tveggja stiga nýting í leik
Jonathan Scmidt 52% þriggja stiga nýting í leik
 
Staðan í deildinni
 
Stjarnan 10/2 20
Njarðvík 10/2 20
KR 10/2 20
Keflavík 9/3 18
Grindavík 8/4 16
Snæfell 8/4 16
ÍR 5/7 10
Hamar 4/8 8
Tindastóll 4/8 8
Breiðablik 2/10 4
Fjölnir 2/10 4
FSu 0/12 0
 
Fréttir
- Auglýsing -