spot_img
HomeFréttir"Uppfyllir rúmlega þau skilyrði sem þarf"

“Uppfyllir rúmlega þau skilyrði sem þarf”

Chris Caird fyrrum og nú aftur verðandi leikmaður FSu mun koma til með að spila með liðinu á næsta tímabili sem "íslenskur" leikmaður í þeim skilningi að hann uppfyllir þær kröfur reglna sem kveða á um búsetu á Íslandi í 3 ár samfellt. Nokkrir glöggir lesendur höfðu samband við okkur og bentu réttilega á að þessi samfellda búseta á Íslandi væri ansi teygð þar sem hann hefur verið í námi í Bandaríkjunum síðustu fjögur ár. Við ákváðum því að heyra í bæði forsvarsmönnum FSu og KKÍ varðandi þetta. 

 

Bjarmi Skarphéðinsson framkvæmdarstjóri FSu sagði í samtali við Karfan.is vegna þessa að Caird uppfyllir þau skilyrði sem þarf og rúmlega það."Hann hòf nám hér 2007 og var til 2010. Stuttu seinna fæddist sonur hans og hann fékk skòlastyrk ì USA. Hann meiðist illa við sumaræfingar 2011 og tefst þvì hér við endurhæfingu áður en hann heldur aftur yfir hafið til að fara ì skòla. Hann giftist konu sinni Sunnu Mjöll Caird 2012 og eiga þau ì dag tvö börn. Chris var alltaf bùsettur á Ìslandi og lögheimili og bùseta hans var á Selfossi hjá konu hans og börnum en aðsetur hans erlendis sem námsmaður. Hann uppfyllir  þvì rùmlega þau skilyrði sem fyrir eru og hefur hann sett stefnuna á að spila fyrir ìslands hönd ì framtìðinni og þvì ber að fagna."

"Samkvæmt þjóðskrá þá hefur hann haft búsetu hér á Íslandi síðan 2007. Við förum fram á vottorð þess efnis frá þjóðskrá sem halda utan um þetta og við erum komnir með það hingað til okkar.  Reglan kveður á um að búseta þarf að vera samfleytt í þrjú ár og samkvæmt þessu vottorði sem er frá honum hefur hann verið hér skráður frá 2007." sagði Kristinn Geir Pálsson starfsmaður KKÍ þegar hann var inntur eftir svörum. 

 

6. mgr. 18. gr. reglugerðar kkí um körfuknattleiksmót
Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í 3 ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ. KKÍ staðfestir að hann teljist með íslenskum ríkisborgurum í þessari reglugerð. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður telst sem slíkur út leiktíðina.
 

Fréttir
- Auglýsing -