Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Grindvíkingurinn Ármann Vilbergsson og Valsarinn Steinar Aronsson. Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Leikmannahópar liða Bónus deildar karla eru mikið til umræðu í þættinum og er þar að finna uppfærðan lista leikmanna sem Run and Gun vill sjá lið deildarinnar losa sig við.
Hér fyrir neðan má sjá listann, en eins og sést eru þar fimm leikmenn sem lið deildarinnar hafa þegar losað sig við. Þeir fjórir sem Run and Gun eru enn á að ættu að fá stígvélið eru Marek Dolezaj hjá Ármanni, Aleksa Jugovic hjá KR, Tsotne Tsartsidze hjá ÍR og Pablo Bertone úr Stjörnunni.
*Síðan að þátturinn var tekinn upp hafa Njarðvík losað sig við Brandon Averette.




