spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaUpp um deild í fimmta sinn

Upp um deild í fimmta sinn

Leikstjórnandinn og reynsluboltinn Baldur Már Stefánsson, oft nefndur Balli risi, náði því afreki í kvöld að fara upp um deild í fimmta sinn á ferlinum.

Baldur sigraði 1. deildina þrjú ár í röð frá 2005 til 2007 með Þór Akureyri og Tindastól. Árið 2018 sigraði hann svo 3. deildina með Álftanesi og í kvöld hjálpaði hann liðinu að fara upp upp í 1. deild eftir 123-100 sigur á ÍA í úrslitum 2. deildarinnar.

2005 – Þór Akureyri – Sigraði 1. deild
2006 – Tindastóll – Sigraði 1. deild
2007 – Þór Akureyri – Sigraði 1. deild
2018 – Álftanes – Sigraði 3. deild
2019 – Álftanes – Sigraði 2. deild

Baldur var ekki sá eini í Álftanes liðinu sem hefur reynslu í að fara upp um deild því þjálfari liðsins, Hrafn Kristjánsson, var þjálfari Þórs og Baldurs þegar liðið fór upp 2005 og 2007 en hann kom KFÍ einnig upp um deild árið 2003. Eins og flestir vita urðu KR-ingar Íslandsmeistarar undir hans stjórn árið 2011 og hefur hann því borið sigurorð í þremur af fjórum karladeildunum á Íslandi.

Fréttir
- Auglýsing -