spot_img
HomeFréttirUnnur Tara á heimleið: Námið gengur fyrir

Unnur Tara á heimleið: Námið gengur fyrir

23:41
{mosimage}

(Unnur Tara Jónsdóttir)

Unnur Tara Jónsdóttir er á heimleið eftir ársdvöl í Finnlandi þar sem hún bæði lék körfubolta og stundaði nám. Karfan.is náði tali af Unni Töru sem kvaðst ætla að reyna fyrir sér í læknisfræði á næsta skóla ári.

,,Tímabilinu hérna úti lauk fyrir um mánuði síðan en við höfnuðum í 4. sæti deildarinnar,“ sagði Unnur Tara sem lék með liði í borginni Vaasa í Finnlandi. ,,Ég er ekki viss um hvort ég spili körfubolta næsta vetur sökum námsins þannig að ég verð að sjá til hvort ég hafi tíma til einhvers annars. Skólinn verður að ganga fyrir en mig langar rosalega mikið til að spila aftur heima en við sjáum til,“ sagði Unnur sem lék með Haukum á þarsíðustu leiktíð og gerði þá 12,4 stig að meðaltali í leik í 21 deildarleik.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -