spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaUnnu með minnsta mun mögulegum á Meistaravöllum

Unnu með minnsta mun mögulegum á Meistaravöllum

KR lagði Hamar/Þór með minnsta mun mögulegum á Meistaravöllum í kvöld í 9. umferð Bónus deildar kvenna, 85-84.

Eftir leikinn er KR í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Hamar/Þór er enn án stiga í 10. sæti deildarinnar.

Þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna tveggja það sem af er tímabili var nokkuð jafnræði á liðunum í fyrri hálfleik leiks kvöldsins. Mest leiddi KR þó með 10 stigum um stund í fyrri hálfleiknum, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn aðeins eitt stig, 47-46.

Í seinni hálfleiknum virðist KR ætla stinga af og tryggja sér öruggan sigur. Forysta þeirra komin í 14 stig fyrir lokaleikhlutann. Það forskot halda heimakonur í langt inn í þann fjórða, en á lokamínútum leiksins ná gestirnir að koma til baka og fá tækifæri til að tryggja sér sigur á lokasekúndunum. Allt kemur þó fyrir ekki og vinnur KR leikinn að lokum með minnsta mun mögulegum, 85-84.

Stigahæstar fyrir KR í leiknum voru Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 24 stig og Molly Kaiser með 20 stig.

Fyrir Hamar/Þór var Jadakiss Guinn stigahæst með 21 stig og Jovana Markovic bætti við 15 stigum.

Tölfræði leiks

KR: Rebekka Rut Steingrímsdóttir 24/7 fráköst, Molly Kaiser 20, Eve Braslis 13/9 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5, Anna María Magnúsdóttir 5, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 5/12 fráköst, Arndís Rut Matthíasdóttir 3/6 fráköst, Anna Margrét Hermannsdóttir 2, Lea Gunnarsdóttir 2, Guðný Helga Ragnarsdóttir 0, Helena Haraldsdottir 0.


Hamar/Þór: Jadakiss Nashi Guinn 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Jovana Markovic 15/9 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 14, Ellen Iversen 13/4 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 12, Mariana Duran 9/4 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 0, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -