spot_img
HomeFréttirUnndór segir skilið við Njarðvík

Unndór segir skilið við Njarðvík

 
Unndór Sigurðsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deildinni. Unndór þjálfaði liðið síðustu þrjú ár og kom grænum upp úr 1. deild kvenna og inn í úrvalsdeild þar sem Njarðvíkingar höfnuðu 7. sæti deildarinnar og tryggðu sæti sitt en rétt misstu af úrslitakeppninni.
,,Njarðvík er flottur klúbbur og þegar ég kom þangað þá settum við okkur það takmark að koma liðinu meðal þeirra bestu á þremur árum. Okkur tókst að fara upp á tveimur árum og í ár var aðalmarkmiðið að tryggja veru okkar í deildinni. Það tókst svo við vorum í raun einu ári á undan áætlun,“ sagði Unndór sem gengur nokkuð sáttur frá borði.
 
,,Þetta lið getur gert góða hluti á næsta ári ef þær mæta með rétt hugarfar og vilja, þá er allt hægt. Þarna er fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Unndór en hvað bíður hans í framhaldinu?
 
,,Það á eftir að koma í ljós en ég skoða öll spennandi tilboð ef þau henta, annars hleð ég bara rafhlöðurnar.“
 
Það er því ljóst að Njarðvíkingar mæta með nýjan þjálfara í Iceland Epxress deild kvenna á næstu leiktíð.
 
Fréttir
- Auglýsing -