spot_img
HomeFréttirUnicaja ver toppsætið með kjafti og klóm

Unicaja ver toppsætið með kjafti og klóm

Unicaja Malaga hafði öruggan 80-56 sigur á UCAM Murcia í ACB deildinni á Spáni í gær. Jón Arnór Stefánsson spilaði í rúmar 14 mínútur í leiknum en skoraði ekki að þessu sinni en var með tvær stoðsendingar. Stigahæstur í sigurliði Unicaja var Mindaugas Kuzminskas með 17 stig.
 
 
Jón og félagar verja toppsætið með kjafti og klóm í ACB deildinni og tróna nú á toppnum með 22 sigra og 4 tapleiki en þar skammt á hæla þeirra kemur Real Madrid í 2. sæti og Barcelona í 3. sæti.
 
Svipmyndir úr leik Unicaja og Murcia:
  
Fréttir
- Auglýsing -