Unicaja Malaga standa í þéttri dagskrá þessa dagana og aðeins þremur dögum eftir leik í Euroleage spiluðu þeir í ACB deildinni á spáni í dag og sigruðu sinn þriðja leik í röð. La Bruixa d’Or urðu fórnarlömb Jón Arnórs og félaga að þessu sinni, 81:65 lokastaða leiksins. Leikurinn var fremur jafn framan af en í þriðja leikhluta tóku Malagamenn til sinna ráða og lögðu grunn að góðum sigri.
Jón Arnór með 7 stig á 16 mínútum og að viðbættum þremur stoðsendingum.



