Af ungum leikmönnum sem heilla þetta mótið í A riðli Íslands á EuroBasket er ekki aðeins Lauri Markkanen hjá Finnlandi. Leikmaður Slóveníu, hinn 18 ára gamli Luka Doncic hefur einnig skilað góðum leikjum. Eins og í gær þegar að hann var potturinn og pannan í sigri sinna manna á Grikklandi. Skoraði 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á þeim 32 mínútum sem hann spilaði.
Næsti leikur er einmitt gegn Slóveníu á morgun kl. 10:45 á íslenskum tíma. Fróðlegt verður að sjá hvernig liðið reynir að stoppa leikmanninn, en Slóvenía er eina taplausa lið riðilsins til þessa á mótinu. Í heildina á mótinu eru það aðeins þeir, Spánn, Króatía og Rússland sem eru án taps.
Brot af frammistöðu kappans má sjá hér fyrir neðan: