spot_img
HomeFréttirUndirskriftir hjá Njarðvík

Undirskriftir hjá Njarðvík

Njarðvíkingar eru nú í óða önn að safna liði fyrir næsta vetur og í dag skrifuðu þeir Hjörtur Einarsson og Rúnar I. Erlingsson undir samning um að leika með liðinu næstu þrjú tímabil.
 Á sama tíma kvittuðu ungir og uppaldir leikmenn liðsins undir þriggja ára samning. Leikmenn þessir eru þeir sem koma uppúr unglingastarfi félagsins og eru þeir allir ný krýndir Íslandsmeistarar í unglingaflokki.  Það má segja að það séu tímamót í Njarðvíkunum þar sem að reynslubitar á við Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson hafa sagt skilið við spilamennskuna.   Þeir ungu strákar sem skrifuðu undir og eru á myndinni hér að ofan eru, Macjei Baginski, Ólafur Helgi Jónsson, Elvar Friðriksson, Dagur Sturluson, Óli Ragnar Alexandersson, Oddur B Pétursson, Styrmir Fjeldsted, Birgir Snorrason, Hilmar Hafsteinsson og Jens Óskarssson. Allir gerðu þeir þriggja ára samnging að undanskildum Jens Óskarssyni sem gerði eins árs samning. 
 
 
 
Viðtal við Einar Árna Jóhansson annan úr þjálfarateymi þeirra Njarðvíkinga er að vænta á morgun. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -