spot_img
HomeFréttirUndirskriftir hjá KFÍ

Undirskriftir hjá KFÍ

 
 
Stór hópur skrifaði undir samning við KFÍ á dögunum og fyrstur til að setja nafn sitt á blað var yfirþjálfari KFÍ Pétur Már Sigurðsson og er því kominn heim á ný, en nú sem þjálfari, en hann spilaði fyrir vestan sex tímabil sem leikmaður. www.kfi.is greinir frá.
Á heimasíðu KFÍ segir ennfremur:
Síðan skrifuðu ellefu leikmenn meistaraflokks undir og eru þeir til tveggja ára. Þar með er undirbúningur fyrir keppnina næsta vetur komið á fullt og eru strákarnir komnir á fullt í æfingar hjá Jóni Oddssyni sem er aðstoðarþjálfari með Pétri og verður æft í allt sumar með örhléi.
 
Fréttir
- Auglýsing -