spot_img
HomeFréttirUndirskriftahrina hjá Kkd Snæfells

Undirskriftahrina hjá Kkd Snæfells

 
Í gær fór fram ein undirskriftahrinan enn hjá Snæfelli í körfunni og voru þar leikmenn í karla- og kvennaliðinu sem spiluðu á síðustu leiktíð að staðfesta veru sína áfram næsta vetur og má þar nefna fyrirliðann Pálma Frey og Öldu Leif. Einnig voru kláraðir samningar við aðstoðarþjálfara og sérlegt ráðgjafateymi liðanna sem verður skipað þeim sömu og síðustu leiktíðir.
Þeir sem skrifuðu undir í gær voru:
 
Mfl kvk: Alda Leif Jónsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Aníta Rún Sæþorsdóttir.
 
Mfl kk: Pálmi Freyr Sigurgeirsson (fyrirliði) og Magnús Ingi Hjálmarsson.
 
Aðstoðarþjálfarateymi: Baldur Þorleifsson, Gunnlaugur Smárason og Rafn Jóhannsson.

Ljósmyndir/ Eyþór Benediktsson

 
Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -