spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára lið kvenna vann til bronsverðlauna í Södertalje

Undir 20 ára lið kvenna vann til bronsverðlauna í Södertalje

Undir 20 ára lið kvenna lagði Danmörku nokkuð örugglega í morgun í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu 2024, 50-66. Fyrir leik dagsins hafði liðið tapað fyrir Írlandi og heimakonum í Svíþjóð. Sigurinn í dag tryggði þeim því þriðja sætið á mótinu.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Agnes María Svansdóttir með 18 stig og 5 fráköst. Þá skilaði Jana Falsdóttir 11 stigum, 4 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -