spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára lið kvenna og karla og undir 18 ára lið...

Undir 20 ára lið kvenna og karla og undir 18 ára lið drengja hefja leik á Norðurlandamóti á morgun

Yngri landslið Íslands halda nú hvert af öðru af landinu til þess að taka þátt í Norðurlandamótum þessa árs. Undir 18 ára stúlkur hófu leik fyrr í mánuðinum og enduðu í 4. sæti Norðurlandamótsins í Södertalje í Svíþjóð. Í morgun héldu svo af landi brott undir 20 ára lið karla og kvenna og undir 18 ára lið drengja til þess að leika á Norðurlandamótum í Södertalje, en leikar þar hefjast á morgun. Undir 16 ára lið drengja og stúlkna leggja svo af stað á morgun til þess að taka þátt í Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi.

Liðin sem héldu út til Södertalje í morgun:

Hérna verður hægt að horfa á leiki í beinni útsendingu

Hérna verður lifandi tölfræði

U18 drengja · Íslenska liðið er þannig skipað:
Arnór Tristan Helgason · Grindavík
Birgir Leó Halldórsson · Sindri/Spánn
Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
Friðrik Leó Curtis · ÍR
Hallgrímur Árni Þrastarson · KR
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Lars Erik Bragason · KR
Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan
Þórður Freyr Jónsson · ÍA

Þjálfari: Lárus Jónsson
Aðstoðarþjálfarar: Nebojsa Knezevic og Davíð Arnar Ágústsson

U20 kvenna · Íslenska liðið er þannig skipað:
Agnes María Svansdóttir · Keflavík
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Emma Theodórsson · Bucknell, USA
Eva Rún Dagsdóttir · Tindastóll
Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri
Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík
Marín Lind Ágústsdóttir · Arizona Western
Stefanía Tera Hansen · Fjölnir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar
Vilborg Jónsdóttir · Minot State
(Heiður Karlsdóttir · Fjölnir mun leika með liðinu á EM)

Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjörnunni, var í lokahóp en meiddist í aðdraganda mótsins.

Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfari: Hallgrímur Brynjólfsson (Benedikt Guðmundsson er einnig aðstoðarþjálfari og verður á EM með liðinu, fer fyrst með U18 stúlkna á EM 28. júní).

U20 karla · Íslenska liðið er þannig skipað:
Ágúst Goði Kjartansson · Uni Basket Padeborn, Þýskaland
Alexander Óðinn Knudsen · Haukar
Almar Orri Atlason · Bradley, USA
Daníel Ágúst Halldórsson · Haukar
Elías Bjarki Pálsson · Njarðvík
Eyþór Lár Bárðarson · Tindastóll
Ísak Örn Baldursson · Fjölnir
Jonathan Sigurdsson · Brunswick, USA
Ólafur Ingi Styrmisson · Keflavík
Orri Gunnarsson · Haukar
Sölvi Ólafsson · Breiðablik
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn

Þjálfari: Pétur Már Sigurðsson
Aðstoðarþjálfarar: Hlynur Bæringsson og Dino Stipcic

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -