spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára kvennalið Íslands lagði Noreg í framlengdum leik

Undir 20 ára kvennalið Íslands lagði Noreg í framlengdum leik

Undir 20 ára kvennalæið Íslands lagði Noreg í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir að Ísland hafi verið skrefinu á undan lengst af, en missa hann í framlengingu, sem þær svo klára með glæsibrag, 84-74.

Byrjunarlið Íslands

Elisabeth Ýr, Vilborg, Agnes María, Tinna Guðrún og Eva Wium.

Gangur leiks

Íslenska liðið byrjaði leik dagsins mun betur en Noregur. Eru snöggar að skapa sér smá forystu, en staðan eftir fyrstu fjórar mínúturnar er 10-2. Noregur svarar því með góðu áhlaupi undir lok leikhlutans og er allt í járnum fyrir annan, 14-14. Ísland gerir ágætlega að skapa sér smá forystu á nýjan leik undir lok fyrri hálfleiksins, fara mest 8 stigum yfir í öðrum fjórðungnum, en munurinn er 4 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-30.

Stigahæstar fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum voru Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 13 stig og og Elisabeth Ýr Ægisdóttir var komin með 7 stig.

Leikurinn var svo í miklu jafnvægi í upphafi seinni hálfleiksins. Ísland nær þó að hanga á forystu sinni allan þriðja leikhlutann, en munurinn er 5 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-49. Leikar virðast herðast aðeins í upphafi fjórða fjórðungs. Noregi gengur þó ágætlega að koma stigum á töfluna, en hinumegin á vellinum svarar Agnes María Svansdóttir með nokkrum þristum og er Ísland því enn skrefinu á undan þegar um fimm mínútur eru eftir, 64-59. Noregur nær að vinna það niður í framhaldinu og komast yfir í stöðunni 67-68 þegar um 3 mínútur eru eftir. Leikurinn er svo í járnum fram á lokasekúndurnar. Noregur fær tækifæri til þess að vinna leikinn á lokasekúndunum, en skot þeirra geigar og leikurinn fer í framlengingu, 74-74.

Varnarleikur Íslands var frábær í framlengingunni. Halda Noregi stigalausum og sigra leikinn að lokum með 10 stigum, 84-74.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Emma Theodórsdóttir með 9 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 varin skot. Þá skilaði Vilborg Jónsdóttir 8 fráköstum og 16 stoðsendingum og Eva Wium Elíasdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.

Hvað svo?

Næsti leikur Íslands er komandi fimmtudag 29. júní kl. 13:15 gegn Danmörku.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -