spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára konur mættu ofjarli sínum í Södertalje

Undir 20 ára konur mættu ofjarli sínum í Södertalje

Undir 20 ára kvennalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Finnlandi í fjórða leik sínumn á Norðurlandamótinu í Södertalje, 59-80. Ísland hefur því unnið tvo leiki og tapað tveimur það sem af er móti, en þrátt fyrir tapið á Ísland enn möguleika á að komast á verðlauapall ímótinu, þar sem þær leika um bronsverðlaun á morgun sunnudag 2. júlí.

Fyrir leik

Fyrir leik dagsins hafði Finnland unnið alla þrjá leiki sína á meðan að Ísland hafði unnið tvo og tapað einum.

Byrjunarlið Íslands

Elísabeth Ýr, Vilborg, Eva Wium, Agnes María og Marín Lind byrjuðu inná fyrir Ísland í leiknum.

Gangur leiks

Finnska liðið byrjaði leik dagsins mun betur en Ísland. Leiddu með 15 stigum eftir fyrsta leikhluta, 9-24. Undir lok fyrri hálfleiksins lát þær svo kné fylgja kviði og er komnar með þægilega 23 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 26-49.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Ísland ágætlega að stöðva blæðiunguna, en þær ná þó lítið að vinna á forskoti Finnlands, sem nær enn að bæta við muninn fyrir lok þriðja leikhlutans, 36-65. Úrslit leiksins voru meira og minna ráðin á þessum tímapunkti, en íslenska liðið setti þó kraft í lokaleikhlutann, róteraði vel á leikmönnum og náði að vinna lokaleikhlutann. Niðustaðan að lokum þó gífurlega öruggur sigur Finnlands, 59-80.

Atkvæðamestar

Tinna Guðrún Alexandersdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu í dag með 17 stig og 4 fráköst. Henni næstar voru Agnes María Svansdóttir með 8 stig, 3 fráköst og Anna Lára Vignisdóttir með 10 stig og 5 fráköst.

Hvað svo?

Ísland mun leika um þriðja sæti mótsins kl. 09:15 í fyrramálið.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -