spot_img
HomeFréttirUndir 20 ára karlar grátlega nálægt því að leggja Þýskaland

Undir 20 ára karlar grátlega nálægt því að leggja Þýskaland

Undir 20 ára lið Ísland mátti þola tap í dag fyrir Þýskalandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Heraklion, 83-81. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað einum, en í gær lögðu þeir Slóveníu.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum, jafnt var eftir fyrsta leikhluta og þegar í hálfleik var komið leiddi Þýskaland með tveimur stigum, 43-41.

Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn enn í járnum og munaði áfram aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 67-65. Langt fram í fjórða leikhluta mátti varla sjá á milli liðanna, en Þýskaland nær að vera skrefinu á undan inn í brak mínútur leiksins, en Ísland svarar því og eru komnir stigi yfir þegar 2 mínútur eru eftir, 80-81. Þýskaland nær þó aftur yfirhöndinni, 82-81 og fær Ísland ágætis tækifæri á lokasekúndunum að stela sigrinum, tvö skot þeirra í lokasókninni geiga þó og Þýskaland stóð uppi sem sigurvegari, 83-81.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Ágúst Goði Kjartansson með 21 stig og 7 stoðsendingar. Honum næstir voru Almar Orri Atlason með 17 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og Tómas Valur Þrastarson með 21 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar.

Næsti leikur Íslands í riðlakeppninni verður jafnframt sá síðasti áður en haldið verður í úrslitakeppni mótsins, en hann er gegn Frakklandi á morgun mánudag kl. 15:30.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -