Undir 18 ára stúlknalið Íslands vann Danmörku í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Búlgaríu, 63-66.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi undir lokin. Ísland skoraði síðustu körfu sína í leiknum þegar rúmar 3 mínútur voru til leiksloka, 61-66, en í brakinu hertust varnir beggja liða og náði Danmörk aðeins að skora eina körfu á lokamínútunum.
Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Sara Líf Boama með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar og þá bætti Hildur Gunnsteinsdóttir við 9 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og Anna María Magnúsdóttir var stigahæst með 14 stig og 3 fráköst.
Næsti leikur Íslands á mótinu er á morgun laugardag kl. 15:00 gegn Hollandi.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil