spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára stúlkur tryggðu sér brons á Norðurlandamótinu í Kisakallio

Undir 16 ára stúlkur tryggðu sér brons á Norðurlandamótinu í Kisakallio

Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði Finnland í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 68-77. Liðið vann því þrjá leiki og tapaði tveimur á mótinu. Með sigrinum náði liðið að tryggja sér brons á mótinu.

Fyrir leik

Þrátt fyrir nokkra góða leiki á mótinu fyrir þennan leik höfðu stúlkurnar aðeins náð í tvo sigra, en tapað tveimur. Aðeins verið í basli með að klára jafna leiki, en bæði töp þeirra voru í hörkuleikjum. Staðan fyrir lokaleikinn var nokkuð snúin, þar sem liðið gat endað í öllum sætum frá öðru til fjórða.

Gangur leiks

Leikurinn byrjaði með miklum látum og eins og í öðrum leikjum Íslands á mótinu var hraðinn gríðarlegur. Finnska liðinu, sem greinilega vildi frekar reyna hægja á hlutum, náði þó ágætlega að vinna úr sterkri pressu Íslands í fyrsta fjórðungnum og leiða þær með 5 stigum að honum loknum, 22-17. Þessu svarar íslenska liðið strax á fyrstu mínútum annars leikhlutans, áfram mikill hraði, en vörn þeirra heldur betur en í upphafi leiks. Leikurinn í járnum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-34.

Stigahæstar fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum voru Inga Ingadóttir með 10 stig og Sigrún Brjánsdóttir með 7 stig.

Íslenskur stúlkurnar náð góðum sprettum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiksins, þar sem nokkur af þeim skotum sem voru ekki að detta í fyrri hálfleiknum fóru að syngja í netinu. Ná þó ekki að hrista sterkt lið heimastúlkna alveg af sér og er munurinn 7 stig fyrir lokaleikhlutann, 55-62.

Íslenska liðið gerir vel að verjast áhlaupi Finnlands í fjórða leikhlutanum og ná að jafna það orkustig sem finnska liðið virtist færast upp á. Gerðu einnig vel að passa boltann og leyfa þeim finnsku ekki að fá of mörg tækifæri til að skora í einu. Niðurstaðan að lokum gífurlega sterkur sigur íslenska liðsins, 68-77.

Upp kom mikil reikistefna eftir að leik lauk um hvort íslenska liðið hefði endað í öðru eða þriðja sæti mótsins. Að lokum varð það þó niðurstaða finnska sambandsins að Ísland hefði endað í þriðja sætinu, þrátt fyrir að vera með innbyrðisstöðu innan þeirra þriggja liða sem jöfn voru í öðru sætinu.

Atkvæðamestar

Best í liði Íslands í dag var Inga Ingadóttir með 15 stig, 18 fráköst og 3 varin skot, en hún var valin í úrvalslið mótsins að leik loknum. Þá skiluðu Helga Bjarnadóttir 14 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum, 6 stolnum boltum og Arna Eyþórsdóttir 18 stigum, 4 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Hvað svo?

Næst á dagskrá hjá liðinu er Evrópumót, en það fer fram í Istanbúl í Tyrklandi 19. til 30. ágúst.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -