spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára stúlkur kjöldrógu Holland í Sófíu

Undir 18 ára stúlkur kjöldrógu Holland í Sófíu

Undir 18 ára stúlknalið Íslands kjöldróg lið Hollands í dag á Evrópumótinu í Búlgaríu, 75-44. Liðið hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu, en í gær höfðu þær betur gegn Danmörku.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins ekkert sérstaklega spennandi undir lokin, en þó munaði aðeins 4 stigum á liðunum í hálfleik, 28-24. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar gríðar vel leikinn af íslenska liðinu og uppskáru þær að lokum gífurlega öruggan 31 stigs sigur, 75-44.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Agnes Jónudóttir með 21 stig og 2 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er seinnipartinn á morgun gegn Makedóníu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -