spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára lið stúlkna hafði Noreg örugglega

Undir 18 ára lið stúlkna hafði Noreg örugglega

 

Undir 18 ára lið stúlkna Íslands sigraði Noreg í öðrum leik sínum á norðurlandamótinu í Kisakallio. Liðið því komið með einn sigur og eitt tap eftir tvo leiki, en næst leika þær við Svíþjóð á morgun.

 

Gangur leiks

Varla hægt að segja annað en að íslensku stelpurnar hafi komið vel stemmdar inn í leik dagsins, þá kannski sérstaklega varnarlega. F´ekki á sig körfu fyrstu 8 mínútur leiksins. Noregur nær þó góðu áhlaupi síðustu 2 mínútur fyrsta leikhlutans, sem endar 12-9 fyrir Ísland.

 

Leikurinn var svo áfram jafn og spennandi í öðrum leikhlutanum. Ísland nær þó aðeins að rífa sig frá áður en að liðin halda til búningsherbergja, en staðan í hálfleik var 32-25.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins virtust íslensku stelpurnar vera að gera út um leikinn. Með snörpu 14-3 áhlaupi komast þær í mestu forystu leiksins, eða 18 stig. Noregur nær þó aftur að komast inn í leikinn og skera þá forystu niður í 14 stig fyrir lokaleikhlutann.

 

Í fjórða leikhlutanum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla þessum sigri í höfn. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir Noregs til þess að komast aftur inn í leikinn, fóru þær íslensku með 17 stiga sigur af hólmi, 65-48.

 

Kjarninn

Mikill munur á leik liðsins í dag sé hann borinn við þann er þær léku í gær gegn Finnlandi. Hvort þetta var veikari andstæðingur eð betri leikur er óimögulegt að segja til um. Næsti leikur, á morgun, gegn Svíþjóð mun líklegast svar þeirri spurningu.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Byrjunarlið Íslands var einstaklega gott sóknarmegin í kvöld. Miðað við 57 stig skoruð þeirra, fékk Noregur aðeins 31 stig frá sínu.

 

Lykill

Katla Rún Garðarsdóttir var best í annars mjög flottu liði Íslands í dag. Skoraði 16 stig, tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum á þeim 32 mínútum sem hún spilaði.

 

 

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -