spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára drengir grátlega nálægt sigri á Noregi

Undir 18 ára drengir grátlega nálægt sigri á Noregi

 

Undir 18 ára lið drengja tapaði fyrir Noregi í æsispennndi leik, 57-62, á norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Liðið því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum, en á morgun leika þeir við Svíþjóð.

 

Gangur leiks

Leikur kvöldsins fór hratt af stað, eftir 6 mínútur leiddi Ísland 12-9, en þegar að fyrsta leikhluta lauk var staðan jöfn 16-16. Í öðrum leikhlutanum var leikurinn svo jafn og spennandi þangað til að Noregur náði 12-0 áhlaupi. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik leiddu norðmenn 28-35.

 

Ísland eyddi seinni hálfleiknum í að vinna niður þessa forystu Noregs. Undir lok þriðja hlutans ná þeir góðu áhlaupi og minnka muninn niður í 1 stig, 44-45. Norðmenn spretta þá aftur af stað og komast aftur í smá forystu. Eftir þrjá leikhluta leiddu þeir með 7 stigum, 44-51. 

 

Í fjórða leikhlutanum nær Ísland aftur að hanga nálægt þeim og virðast undir lok leiksins, þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir, ætla að mögulega jafna eða vinna leikinn. Allt kom þó fyrir ekki. Töpuð tækifæri, meiðsl lykilmanna, villuvandræði og vafasamir dómar komu í veg fyrir að þeim tækist það ætlunarverk sitt. Fór svo að lokum að Noregur vann leikinn með 5 stigum, 57-62.

 

Kjarninn

Mjög hart fyrir þetta annars flotta lið Íslands að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum mótsins. Því þeir svo sannarlega sýndu, í þeim báðum, að þeir eiga í fullum tygjum við frændur sína bæði í Noregi og Finnlandi. Tæp töp, sem hljóta þá að þýða að stutt sé í sigurinn hjá þeim. 

 

Maður leiksins

Hilmar Henningsson var besti leikmaður Íslands í kvöld. Skoraði 15 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 33 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -