spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára lið drengja tapa fyrsta leik gegn Svíþjóð í Kisakallio

Undir 16 ára lið drengja tapa fyrsta leik gegn Svíþjóð í Kisakallio

Fyrsta leik drengjanna var að ljúka rétt í þessu með

Íslenska liðið nær uppkastinu en svíarnir komast yfir strax úr vítaskoti, liðin eru hnífjöfn og greinilegt að bæði lið ætla að byrja mótið af krafti. Vörn beggja liða virðist vera góð en svíarnir ná tveimur þristum í röð og en þá vakna strákarnir og komast yfir í stöðunni 10-9, svíarnir koma sterkir til baka og vinna fyrsta leikhluta 21-13.

Í leikhluta tvö héldu svíarnir áfram að gera strákunum erfitt fyrir og þegar 4 mínutur voru liðnar af leikhlutanum höfðu allir íslensku strákarnir fengið að koma við sögu í leit af svari gegn sterku liði svía. Það er meira jafnvægi með liðunum núna og leikurinn er langt frá því að vera búinn, staðan í hálfleik 43-32

Þriðji leikhluti var svo í járnum og mesta stressið farið úr strákunum. Núna virtist einhvað vera í uppsiglingu en svíarnir rétt mörðu þennan leikhluta 19-18 staðan í leiknum 62-50 fyrir seinasta leikhlutann.

Í fjórða leikhluta börðust strákarnir einsog ljón það var að duga eða drepast, íslenska liðið byrjar betur og nær að saxa á forskot svíanna en undir lok leikhlutans skellir Eiríkur Frímann í fullorðins troðslu, rétt eftir að svíarnir hitta ekki úr svipaðri tilraun. Og í næstu sókn gerir hann það AFTUR!! En það dugar ekki til og svíarnir sigra að lokum leikinn 78-67

Atkvæðamestur í liði Íslands var Eiríkur Frímann Jónsson með 24 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Eiríkur Frímann Jónsson
Orri Guðmundsson

Næsti leikur á sama tíma á morgun eða klukkan 16:30 gegn Finnum

Fréttir
- Auglýsing -