Undir 16 ára lið drengja Íslands sigrði Svíþjóð í dag með 4 stigum, 75-71. Liðið hefur því unnið tvo leiki en tapað einum á mótinu. Næsti leikur þeirra er gegn Danmörku á morgun.
Gangur leiks
Það var Svíþjóð sem byrjaði leik dagsins betur. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir 9-18. Erfiðlega gekk að skora hjá Íslandi á þessum upphafsmínútum, en þeir voru 4/19 af vellinum í fyrsta leikhluta.
Strax í öðrum leikhluta létu íslensku drengirnir til sín taka. Á fyrstu 5 mínútum koma þeir stöðunni í 15-20. Undir lok hálfleiksins gengu þeir svo enn frekar á lagið og voru komnir með forystuna þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 36-34.
Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora, en Ísland var oftar en ekki skrefinu á undan. Leikurinn var jafn, 42-42, eftir 5 mínútur og þegar að þriðja leikhlutanum lauk var Ísland stigi yfir, 51-52.
Lokaleikhlutinn var svo æsispennndi. Ísland þó yfir allan tímann. þegar hlutinn var hálfnaður leiddu þeir með 4 stigum, 60-56. Á lokamínútunum reyndu svíar svo allt hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn, en þökk sé frábærra sóknartilburða frá þeim Júlíusi Ágústssyni, Dúa Þór Jónssyni og Veigari Áka Hlynssyni, varð ekkert úr því að þeir næðu að jafna. Að lokum var það Veigar sem innsiglaði góðan fjögurra stiga sigur af vítalínunni, 75-71.
Tölfræðin lýgur ekki
Íslensku strákarnir voru mun duglegri við að rífa niður sóknrfráköst í þessum leik. Tóku 17 slík á meðan að Svíþjóð tók aðeins 9.
Kjarninn
Íslenska liðið virkilega flott í dag. Eftir að sókn þeirra fór að skila stigum á töfluna (um miðjan 2. leikhluta) fékk maður það á tilfinninguna að þeir hreinlega ættu ekki að tapa þessum leik. Vel gert hjá þeim að koma til baka eftir tapið á fyrsta degi gegn finnum og vinna þessa síðustu tvo. Þá er bara að klára mótið með glans, Danmörk á morgun og svo lokaleikinn gegn eistum á föstudaginn.
Hetjan
Veigar Áki Hlynsson var besti leikmaður Íslands í dag. Skoraði 17 stig og tók 11 fráköst á þeim 29 mínútum sem hann spilaði
Viðtöl: