Undanúrslitin í Lengjubikarkeppni karla fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík næstkomandi föstudag. Um tvíhöfða er að ræða, fyrri viðureign kvöldsins hefst kl. 18:00 og sú síðari kl. 20:00.
Það eru Keflavík og Snæfell sem mætast kl. 18 en Keflvíkingar lögðu Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum og Snæfell lagði Stjörnuna að velli. Kl. 20:00 mætast Grindavík og KR en Grindavík lagði Njarðvíkinga í 8-liða úrslitum og KR hafði betur gegn KFÍ.



