Félagarnir Hlynur Elías Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson hefja leik í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með Sundsvall Dragons. Sundsvall eru ríkjandi deildarmeistarar og eiga því heimavallarréttinn er þeir taka á móti Södertalje Kings í fyrsta leik liðanna.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Norrköping Dolphins og LF Basket. Vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til að komast í úrslitaeinvígið en þar þarf að vinna fjóra leiki til að verða sænskur meistari.
Sundsvall mætti Jamtland í 8-liða úrslitum deildarinnar og náðu loks að slá þá út eftir oddaleik en Jamtland hafnaði í 8. sæti deildarinnar og stóðu sig vel gegn toppliði þeirra Hlyns og Jakobs.