Í kvöld hefst keppni í undanúrslitum í sænsku úrvalsdeildinni. Annars vegar mætast Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins og hinsvegar Uppsala Basket og Södertalje Kings.
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson hafa heimavallarréttinn sín megin með Sundsvall gegn Norrköping og taka þar á móti landsliðsfélaga sínum og fyrrum liðsfélaga í Sundsvall, Pavel Ermolinskij. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaseríuna þar sem vinna þarf fjóra leiki til að verða sænskur meistari.



