spot_img
HomeFréttirUndanúrslitin hefjast í kvöld!

Undanúrslitin hefjast í kvöld!

Í kvöld hefjast undanúrslitin í Domino´s deild karla en það eru deildarmeistarar KR og Stjarnan sem ríða á vaðið. KR hefur heimaleikjaréttinn í seríunni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslit. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
 
 
Bæði KR og Stjarnan sópuðu andstæðingum sínum út í sumarið. KR lagði Snæfell að velli og Stjarnan hafði betur gegn Keflavík svo í kvöld ef eitthvað er víst að þá mun annað hvort liðið tapa sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni þetta árið.
 
KR vann báðar deildarviðureignir liðanna. Fyrri leikurinn fór fram í DHL-Höllinni og lauk með 88-84 sigri KR en síðari leikurinn sem fram fór í Ásgarði lyktaði með 75-78 sigri KR-inga svo deildarleikir liðanna hafa verið hnífjafnir, bæði lið taplaus til þessa í úrslitakeppninni og ekkert annað en mögnuð sería sem bíður okkar.
 
Besta liðsskipan KR eftir +/- tölfræðinni er:
Pavel Ermolinskij, Martin Hermannsson, Darri Hilmarsson, Helgi Magnússon og Demond Watt. (+102)
 
Besta liðsskipan Stjörnunnar eftir +/- tölfræðinni er:
Justin Shouse, Dagur Kár Jónsson, Marvin Valdimarsson, Junior Hairston og Fannar Helgason (+76)
  
Fréttir
- Auglýsing -