spot_img
HomeFréttirUndanúrslitin hefjast í dag

Undanúrslitin hefjast í dag

14:28
{mosimage}

 

(Walker og félagar í Keflavík taka á móti ÍR í kvöld) 

 

Undanúrslitin í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hefjast í dag þegar deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti ÍR kl. 19:15 í Toyotahöllinni. Þegar í undanúrslit er komið er það liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki sem kemst áfram í úrslitarimmuna. Það eru svo Grindavík og Snæfell sem mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni en fyrsti leikur þeirra fer fram annað kvöld í Röstinni.

 

Keflavík fór 2-0 í gegnum Þór Akureyri á leið sinni í undanúrslitn og ÍR fór 2-1 í gegnum Íslandsmeistara KR. Það er því von á mikilli baráttu og skemmtun í hæsta gæðaflokki í Toyotahöllinni í kvöld.

 

Þá verður leikið til úrslita í 2. deild karla í Iðu á Selfossi kl. 16:00 en þar mætast Hrunamenn og Laugdælir svo það verður Suðurlandsskjálfti á Selfossi í dag. Bæði lið munu leika í 1. deild á næstu leiktíð en leikur dagsins sker úr um hvort liðið verði sigurvegari í 2. deild.

 

Einn leikur fer svo fram í úrslitakeppni B-liða í 2. deild karla þegar Valur B og Grindavík B mætast í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Sá leikur hófst kl. 14:00.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -