Undanúrslit NBA deildarinnar hófust í nótt í bæði austrinu og vestrinu. Í báðum leikjunum var um útisigra að ræða þar sem Washington mörðu Indiana og LA Clippers höfðu öruggan sigur gegn Oklahoma á útivelli.
Indiana 96-102 Washington
Bradley Beal gerði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Washington en hjá Indiana voru George Hill og Paul George báðir með 18 stig og miðherjinn Roy Hibbert afrekaði það á 17 mínútum að skora ekki stig og taka ekki eitt einasta frákast!
Oklahoma 105-122 LA Clippers
Chris Paul (8-9 í þristum) smellti niður 32 stigum og gaf 10 stoðsendingar í liði Clippers en Russell Westbrook var með 29 stig og 4 stoðsendingar í liði Oklahoma og Kevin Durant bætti við 25 stigum.
Topp 5 tilþrif næturinnar